• Fjölmiðlar
  • Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
  • Leiðangur 2013
  • Um Everest
  • Um Leif Örn
Leifur á Everest 2013

Category Archives: Uncategorized

Toppaðu með Leifi og Vilborgu – Opinn fyrirlestur í Háskólabíó

Posted on October 21, 2013 by admin

Toppaðu með Leifi og Vilborgu

Dagsetning: miðvikudaginn 23. október.
Tími: kl. 20:00-22:00.
Staðsetning: Háskólabíó, stóri salur.
Verð: Frítt inn á meðan húsrúm leyfir

66°Norður stendur fyrir opnum fyrirlestri  fyrir alla þá sem vilja upplifa kvöldstund með okkar fremsta afreksfólki í útivist.

Leifur Örn Svavarsson sýnir myndir og segir frá mögnuðum leiðangri sínum upp norðurhlíð Everest en eins og flestir vita að þá er Leifur fyrsti Íslendingurinn til þess að fara þessa leið á fjallið. Við höfum einungis sýnt brota brot af þeim myndum sem Leifur tók á ferðalagi sínu og vísvitandi slepptum við frásögninni frá toppadeginum sjálfum en Leifur kemur til með að lýsa þessu öllu fyrir okkur á sinn einstaka hátt á miðvikudaginn.
Vilborg pólfari ræðir einnig um markmið, undirbúning og hvernig hugmyndir verða að veruleika. En saman bjóða þau uppá framandi fjöll víðs vegar um heiminn í samvinnu við Íslenska Fjallaleiðsögumenn.
vilborgleifur_1200x800

Tilvalinn innblástur og fræðsla fyrir alla með áhuga á útivist og hreyfingu.
Fyrirlesturinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir – frítt inn.
Húsið opnar klukkan 19:00.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Posted in Uncategorized | Leave a comment |

Velkominn heim Leifur

Posted on May 31, 2013 by admin

Þá er Leifur kominn heim eftir vel heppnaðann leiðangur upp Norðurhlíð Everest.
Í tilefni af heimkomu Leifs var haldin formleg móttaka í húsakynnum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna að Stórhöfða 33 kl. 18:00 í kvöld. Sigrún og stelpurnar þeirra þrjár tóku á móti Leifi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (Leifsstöð) og keyrðu hann beint í vinnuna ef svo má að orði komast. Þar var tekið á móti þeim með kampavíni, köldum bjór og risastórum Everest borgara frá Hamborgarabúllunni.

Everest borgari frá Hamborgarabúllunni
Mynd: Leifur með Everest borgarann frá Hamborgarabúllunni (bestu borgarar í bænum)

Verið er að vinna úr lýsingum frá Leifi þar sem hann fer vel yfir toppadaginn. Við reiknum með því að lýsingarnar birtist í tveimur færslum yfir helgina. Einnig erum við með helling af myndum sem verða birtar að hluta til með næstu greinum en svo er ætlunin að halda myndasýningu í nánustu framtíð þar sem Leifur mun fara yfir leiðangurinn í máli og myndum. Myndasýningin verður auglýst nánar síðar.

IMG_1738
Mynd: Leifur á toppnum á Everest

Þó svo það hafi gengið ágætlega að flýta flugum og koma því í kring að Leifur kæmist fyrr heim þá gat nú ekki verið að allt gengið eins og í sögu því farangurinn hans Leifs varð allur eftir í Kathmandu. Farangurinn ætti þó að vera langt á veg kominn og er væntanlegur heim á næstu dögum. Leifur mun þó ekki sitja aðgerðalaus næstu daga því að á morgun á Sigrún konan hans afmæli ásamt því að Hrefna dóttir þeirra er að útskrifast úr MH og því munu veisluhöldin halda áfram á þeim bænum.

Fjölskyldan (1)
Mynd: Sigrún, Leifur og stelpurnar

4 Everest farar (3)
Mynd: Fjórir Everest farar saman komnir í kvöld, frá vinstri til hægri:
Einar K. Stefánsson, Hallgrímur Magnússon, Leifur Örn Svavarsson, Björn Ólafsson. Á myndina vantar bara  Harald Örn Ólafsson og Ingólf Geir Gissurason til að allir Everest farar Íslands væru samankomnir í kvöld.

Posted in Uncategorized | 1 Comment |

Náði á toppinn rétt fyrir sólarupprás þann 23. maí

Posted on May 24, 2013 by admin

Leifur Örn Svavarsson náði toppnum rétt fyrir sólarupprás í gær 23. maí 2013. Leifur er því fyrsti Íslendingurinn til þess að fara upp á toppinn með því að fara upp Norðurhlíð Everest!

SAMSUNG CSC

Mynd: Leifur

Veðrið framan af var gott, gangan gekk vel og meira að segja það vel að Leifur og Gyljan tóku framúr hópnum sem hafði lagt af stað klukkustund á undan þeim. Leifur var í smá basli með súrefnisgrímuna sína á leiðinni en samkvæmt heimildum fraus í súrefnisinntakinu í grímunni. Til þess að geta haldið áfram þurfti Leifur statt og stöðugt að hreinsa grímuna til að koma súrefnisflæðinu aftur á. Þegar á toppinn var komið hafði veðrið versnað og vindurinn var það mikill að Leifur gat ekki hringt heim með fréttir af toppnum eins og plön höfðu gert ráð fyrir. Það var ekki fyrr en þeir voru komnir aftir niður í efstu búðir í 8.300 metrum sem Leifur hringdi og tilkynnti að allt hafi gengið vel. Þar var fengið sér að borða og dótinu pakkað saman áður en haldið var niður í 7.700 m. þar sem þeir ákváðu að hvílast.

IMG_1458
Mynd: Leifur, hér er Leifur með dananum Bo sem ætlaði að fara súrefnislaus á toppinn en hætti við og bíður nú eftir því að félagar sínir komi niður í Norðurskarð en þeir stoppuðu í 8.300 metrum eftir að hafa farið á toppinn sem þykir mjög varasamt.

Í dag er Leifur staddur í efri grunnbúðunum í 6.400 m. Hann ætlar að bíða örlítið eftir þeim sem eru enn að vinna sig niður fjallið áður en hann fer svo niður í neðri grunnbúðir og aftur niður til Kathmandu. Eins og staðan er í dag ætti Leifur að vera væntanlegur til landsins 7. júní en þangað til munum við færa ykkur frekari fregnir, myndir og fleira.

Hér má heyra gott viðtal sem tekið var við Leif  í dag á mbl.is

 

 

Posted in Uncategorized | 1 Comment |

Leifur stefnir á toppinn í nótt!

Posted on May 22, 2013 by admin

Leifur svaf mjög vel síðustu nótt og í rauninni var þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem hann sefur bæði fast og lengi. Ástæðan er sú að hann hann var með súrefni yfir nóttina og fannst það ótrúlegt hversu miklu það munar að fá smá auka súrefni. Gangan hjá Leif og Sherpanum gekk vel í gær þrátt fyrir að sherpinn hafi átt í smá vandræðum með súrefnisgrímuna sína, en hún var óþétt og það blés á milli.  Við vonum bara að það verði ekki vandamál í næsta áfanga!

everestnorthroutemap (2)
Mynd: Notuð með leifi Alan Arnette
Svæðið eftir 8.000 metrana er kallað dauðabeltið og voru þeir minntir óþægilega á það á göngunni, en þá gengu þeir fram á lík sherpans Namgyal sem lést í síðustu viku. Líkið er í snjónum rétt við stíginn, en í þessari hæð er ekkert hægt að gera og litlar líkur eru á því að það verði flutt. Síðustu nótt voru aðstæður á toppnum mjög erfiðar, skafrenningur og snjókoma. Leifur mætti Svíanum Gary sem var á niðurleið eftir
að hafa reynt að toppa en snéri við eftir langa og erfiða nótt. Þegar Sigrún talaði við Leif í dag voru fleiri að koma niður af fjallinu en hann vissi ekki hvernig þeim hafði gengið. Hann hafði þó heyrt það að flestir sem hefðu reynt þá nóttina hefðu snúið við. Þó náði Svisslendingurinn Urs ásamt sherpanum Lakpha að toppa.

SAMSUNG CSC
Mynd: Leifur

Leifur leggur af stað um miðnætti að kínverskum tíma, sem ætti að vera um kl. 16:00 að íslenskum tíma. Nú ætla þeir að borða vel og leggja sig aðeins. Gangan á toppinn getur tekið 8 – 10 tíma en Leifur segist ætla að gefa sér hámark 12 tíma í gönguna á toppinn. En hann gefur sér ekki lengri tíma en það svo að hann hafi næga orku, tíma og súrefni til að komast niður aftur. Eftir toppinn lækka þeir sig amaka niður í 7.700 metra en helst alla leið niður í 6.400 metra, en það kemur í ljós síðar. Leifur leggur áherslu á að þó svo að allt hafi gengið vel hingað til og hann sé í góðu formi að þá sé ekkert í hendi.

Posted in Uncategorized | 10 Comments |

Gangan upp í 7.700 metra gekk framar vonum

Posted on May 21, 2013 by admin

Gangan í dag gekk vel, Leifi hafði kviðið örlítið fyrir þessum degi en gangan frá 7.000 upp í 7.700 m.  er löng og erfið. Almennt er reiknað með því að þessi ganga taki allt að 8 klukkustundir. Leifur fílaði sig hinsvegar vel í göngunni, var hraður og gangan tók því talsvert skemmri tíma en hann hafði áætlað. Veðrið var gott, logn og hlýtt fyrri hluta dags, þannig að Leifur gekk húfulaus og með dúngallan bundinn um mittið til að byrja með. En um kl. 13 byrjaði að hvessa og um kl. 15 var orðið bæði hvasst og skýað, en þannig virðist veðurmynstrið á fjallinu vera.

SAMSUNG CSC

Mynd: Leifur, nú far þeir félagar heldur betur að nálgast toppinn.

Leifur er kominn í tjaldið sitt í 7.700 m., búinn að borða vel og ætlar að hvíla sig vel fyrir morgundaginn. En á morgun halda þeir félagar áfram upp í 8.300 m. Þeir reikna með því að ganga með súrefni á morgun og verða einnig með súrefni þann stutta tíma sem þeir leggja sig í 8.300 m. áður en þeir halda á sjálfan toppinn. Þeir taka eins lítið af búnaði með á morgun eins og þeir komast af með, 2 frauðdýnur og aðeins einn svefnpoka sem þeir koma til með að liggja undir í dúngöllunum. Nú fer spennan heldur betur að aukast og við hlökkum til að heyra hvernig staðan verður þegar að við heyrum í Leifi Erni á morgun.

Posted in Uncategorized | 1 Comment |

Stefnan er sett á toppinn rétt fyrir sólarupprás þann 23. maí.

Posted on May 20, 2013 by admin

Leifur gekk upp í 7.000 m. í dag. Gangan gekk vel og hann er í góðu formi. Á morgun fer hann svo upp í 7.700 m. en það er erfið ganga, upp endalausa brekku og þessi 700 m. hækkunin í heild sinni tekur um 8 klst.  Leifur ætlar að leggja snemma af stað því að veðrið á að vera betra fyrri hluta dags en svo á að þykkna upp og hvessa seinni partinn. Á miðvikudaginn gengur Leifur svo upp í 8.300 m. en þar munu þeir félagar leggja sig aðeins en leggja svo af stað eldsnemma á toppinn og ætla að vera það snemma á ferð að þeir áætla að toppa í birtingu þann 23. maí.

Leifur í miðjunni og Gelgin til hægri

Mynd: Leifur, nú vonum við bara að allt gangi upp hjá þeim félögum

Flestir í hópnum eru í fínu standi, einn snéri þó við í dag. Það var bankastjóri frá Máritaníu sem snéri við en hann var búinn að fá nóg. Eins eru nokkrir í hópnum sem eru mjög hægir og það á eftir að koma í ljós hvernig þeim gengur. Við eigum von á símtali frá Leif á morgun og svo aftur þegar að hann leggur af stað á sjálfann toppinn. Nú bíðum við bara spennt og vonum að allt gangi vel hjá þeim félögum.

Posted in Uncategorized | 3 Comments |

Kominn í efri grunnbúðir

Posted on May 17, 2013 by admin

Héðan er 4 daga gangur á toppinn og ég mun sitja um gott veður. Heyrði í Einari Sveinbjörnssyni og hann ráðleggur að bíða í nokkra daga, því enn sé mjög hvass háfjallavindur í efstu lögunum. Hér eru menn annars fullir eftirvæntingar og fyrir marga er erfitt að bíða. Fyrsta uppgangan hér að norðanverðu var í fyrradag og fór hún ekki vel. Enn er atburðarásin ekki komin á hreint en orðrómurinn segir að sherparnir sem fóru upp hafi tekið langan tíma á fjallinu. Verið 2 nætur í 7.700 metrum að bíða eftir betri aðstæðum sem reynir mikið á líkamann. Þeir eiga síðan að hafa náð toppnum 15. maí en aðstæður hafi verið erfiðar og þeir hafi verið mjög lengi á ferðinni. Á niðurleiðinni lést einn sherpinn í eða við efstu búðir í 8.300 metrum en hópurinn er enn ekki kominn niður af fjallinu þannig að nákvæmar fréttir eru ekki til staðar en þessar fregnir eru vissulega sorglegar. Sherparnir eru gjarnan barnmargir og konurnar heimavinnandi. Skyldutryggingarnar þeirra eru 4000 evrur sem jafnvel í Kathmandu duga ekki lengi fyrir framfærslu á fjölskyldu. Þrátt fyrir þennan harmleik streyma fjallgöngumenn upp fjallið. Einkum virðist kínverjunum annt um að toppa snemma. Í dag lögðu 13 manns af stað úr efstu búðum og á morgun mun enn stærri hópur reyna við tindinn.

Everest from the summit of Cho Oyu

Mynd: Leifur

Ég ætla að sitja rólegur og fylgjast með veðurspánni. Ég sé alveg fyrir mér á næstunni að breyta um mataræði, snarminnka neyslu á jakuxakjöti og drykkju á mjólkurtei en það mun ekki hafa áhrif á val á toppadeginum.

Kv. Leifur

Posted in Uncategorized | Leave a comment |

Bjartur og fallegur dagur á Everest

Posted on May 17, 2013 by admin

Everest hefur vaðið í skýum undanfarna daga en nú er loks breyting þar á, heiðskýr morgunn og ekki ský á himni. Vindur er enn hvass á fjallinu en fyrsti glugginnn ætti að koma á morgun. Kínverskir hópar eru á leið upp í efstu búðir og ætla að reyna við toppinn á morgun. Hópur sherpa er kominn upp í 8.500 metra að vinna í öryggislínum sem eiga að vera tilbúnar fyrir kínverska hópinn á morgun.

SAMSUNG CSC

Mynd: Leifur í grunnbúðunum, en nú er hann væntanlega mættur í efri grunnbúðirnar.

Ég er á lei í millibúðir og kem í efri grunnbúðir 6.400 m á morgun (í dag). Ég ætla að taka hvíldardag í efri grunnbúðum, fara yfir veðurspánna og reyna að hlera hversu margir hópar verða á ferðinni á hverjum degi. En stefnan er sett á toppadag 22. eða 23. maí en það er margt sem getur haft áhrif á þá ákvörðun.

IMG_0599

Mynd: Leifur, það verður væntanlega einmannalegt hjá honum David þar til hann jafnar sig á kvefinu

David, sem við höfum áður sagt frá er reyndur fjallamaður. Hann hefur klifið fjallið áður að norðanverðu og sneri við skammt frá toppnum að sunnanverðu í fyrra til þess að aðstoða veikann fjallamann er kominn með kvef. Hann ætlar semsagt að bíða örlítið lengur í grunnbúðunum og jafna sig áður en hann fer upp.  En það verður víst rólegt hjá kappanum þar sem hann er líklega eini fjallamaðurinn sem eftir er í grunnbúðunum.
Kv leifur

Posted in Uncategorized | 2 Comments |

Frestaði því um einn dag að leggja af stað upp í efri grunnbúðir

Posted on May 16, 2013 by admin

Stærsti hluti fjallgöngumannana sem ætla sér að klífa fjallið eru komnir upp í efri grunnbúðir en Leifur ákvað að taka sér einn dag til viðbótar með að leggja af stað. Honum líst ekki nógu vel á vindaspánna 22. maí þannig að honum fannst nóg að leggja af stað í morgun og spara sér þannig dag í kuldanum í efri grunnbúðunum. Veðurglugganum sem var spáð um miðja næstu viku virðist vera stöðugur og breytist lítt í spánni á milli daga. Auk þess er fullt tungl 23. maí sem hjálpar til. Enn er enginn búinn að ná toppnum að norðanverðu en margir hafa hugsað sér til hreyfings og eflaust munu einhverjir þeirra reyna við toppinn þegar vindinn fer að hægja um helgina.

IMG_0733

Mynd: Leifur, menn eru farnir að hugsa sér til hreyfings

 

Posted in Uncategorized | Leave a comment |

Beðið eftir veðri

Posted on May 15, 2013 by admin
Fyrir marga er þetta erfiður tími, biðin eftir réttu veðri til þess að leggja á toppinn. Það er mikið af sögusögnum og vangaveltum en enginn hefur náð toppnum hér að norðanverðu og veðrið hefur verið sherpunum erfitt þannig að ekki er búið að klára að koma fyrir línum efst í fjallinu. Kínverjarnir eru búnir að koma sér fyrir í efri grunnbúðunum og stefna á að taka fyrsta veðurgluggan sem gefst. Eins og spáin lítur út núna er það stuttur gluggi um næstu helgi en síðan virðist ætla að verða skaplegt veður í vikunni þar á eftir.Í raun verður hlírra þegar líður á mánuðinn en það má ekki bíða of lengi  því að í kjölfarið fara monsúnrigningarnar að skella á.
SAMSUNG CSC
Mynd: Leifur, beðið eftir hagstæðri veðurspá
Það verður tveggja daga gangur upp í efri grunnbúðir og það er rétt að taka einn hvíldardag þar áður en lagt er í fjallgönguna sjálfa. Ég hugsa að ég leggi af stað upp í efri grunnbúðir á morgun (í dag) til þess að vera nær og geta brugðist hraðar við þegar spáð er góðu veðri. Það er of snemmt að segja til um væntanlegan toppadag en ef veðurspáin eins og hún er núna stenst þá líta dagarnir 22.-23. mái ágætlega út.

kv Leifur

Posted in Uncategorized | 2 Comments |
Next Page »

Pages

  • Fjölmiðlar
  • Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
  • Leiðangur 2013
  • Um Everest
  • Um Leif Örn

Archives

  • October 2013
  • May 2013
  • April 2013
  • March 2013

Categories

  • Uncategorized (40)

WordPress

  • Log in
  • WordPress

Subscribe

  • Entries (RSS)
  • Comments (RSS)

Pages

  • Fjölmiðlar
  • Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
  • Leiðangur 2013
  • Um Everest
  • Um Leif Örn

Archives

  • October 2013
  • May 2013
  • April 2013
  • March 2013

Categories

  • Uncategorized (40)

WordPress

  • Log in
  • WordPress

CyberChimps WordPress Themes

© Leifur á Everest 2013