Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
Nú getur þú látið drauma þína rætast og tekið þátt í einhverjum af þeim fjölmörgu leiðöngrum sem bæði Leifur Örn og Vilborg stefna á, á næstu mánuðum í samvinnu við Íslenska fjallaleiðsögumenn.
Til að mynda verður boðið upp á ferðir á Elbrus, Kilimanjaro og Aconcagua sem tengjast verkefninu hennar Vilborgar, Tindarnir SJÖ. Þetta eru allt fjöll sem krefjast ekki mikillar tæknilegrar getu og eru því frekar ætlaðar hinum almenna göngumanni.
Einnig verða fleiri ferðir í boði á borð við Mont Blanc, Everest Base Camp og Toubkal í Marokkó ásamt spennandi gönguferðum á Grænlandi.
Kynntu þér málið á heimasíðu Íslenskra Fjallaleiðsögumanna eða á vilborg.is og skoraðu á sjálfan þig !