• Fjölmiðlar
  • Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
  • Leiðangur 2013
  • Um Everest
  • Um Leif Örn
Leifur á Everest 2013

Gangan upp í 7.700 metra gekk framar vonum

Posted on May 21, 2013 by admin

Gangan í dag gekk vel, Leifi hafði kviðið örlítið fyrir þessum degi en gangan frá 7.000 upp í 7.700 m.  er löng og erfið. Almennt er reiknað með því að þessi ganga taki allt að 8 klukkustundir. Leifur fílaði sig hinsvegar vel í göngunni, var hraður og gangan tók því talsvert skemmri tíma en hann hafði áætlað. Veðrið var gott, logn og hlýtt fyrri hluta dags, þannig að Leifur gekk húfulaus og með dúngallan bundinn um mittið til að byrja með. En um kl. 13 byrjaði að hvessa og um kl. 15 var orðið bæði hvasst og skýað, en þannig virðist veðurmynstrið á fjallinu vera.

SAMSUNG CSC

Mynd: Leifur, nú far þeir félagar heldur betur að nálgast toppinn.

Leifur er kominn í tjaldið sitt í 7.700 m., búinn að borða vel og ætlar að hvíla sig vel fyrir morgundaginn. En á morgun halda þeir félagar áfram upp í 8.300 m. Þeir reikna með því að ganga með súrefni á morgun og verða einnig með súrefni þann stutta tíma sem þeir leggja sig í 8.300 m. áður en þeir halda á sjálfan toppinn. Þeir taka eins lítið af búnaði með á morgun eins og þeir komast af með, 2 frauðdýnur og aðeins einn svefnpoka sem þeir koma til með að liggja undir í dúngöllunum. Nú fer spennan heldur betur að aukast og við hlökkum til að heyra hvernig staðan verður þegar að við heyrum í Leifi Erni á morgun.

Posted in Uncategorized | 1 Comment
« Stefnan er sett á toppinn rétt fyrir sólarupprás þann 23. maí.
Leifur stefnir á toppinn í nótt! »

One thought on “Gangan upp í 7.700 metra gekk framar vonum”

  1. Ági says:
    May 22, 2013 at 11:12

    Þú klárar þetta Leifur, enda ertu með hvít sólgleraugu!

    Reply

Leave a comment Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Pages

  • Fjölmiðlar
  • Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
  • Leiðangur 2013
  • Um Everest
  • Um Leif Örn

Archives

  • October 2013
  • May 2013
  • April 2013
  • March 2013

Categories

  • Uncategorized (40)

WordPress

  • Log in
  • WordPress

Subscribe

  • Entries (RSS)
  • Comments (RSS)

Pages

  • Fjölmiðlar
  • Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
  • Leiðangur 2013
  • Um Everest
  • Um Leif Örn

Archives

  • October 2013
  • May 2013
  • April 2013
  • March 2013

Categories

  • Uncategorized (40)

WordPress

  • Log in
  • WordPress

CyberChimps WordPress Themes

© Leifur á Everest 2013