• Fjölmiðlar
  • Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
  • Leiðangur 2013
  • Um Everest
  • Um Leif Örn
Leifur á Everest 2013

Kominn í efri grunnbúðir

Posted on May 17, 2013 by admin

Héðan er 4 daga gangur á toppinn og ég mun sitja um gott veður. Heyrði í Einari Sveinbjörnssyni og hann ráðleggur að bíða í nokkra daga, því enn sé mjög hvass háfjallavindur í efstu lögunum. Hér eru menn annars fullir eftirvæntingar og fyrir marga er erfitt að bíða. Fyrsta uppgangan hér að norðanverðu var í fyrradag og fór hún ekki vel. Enn er atburðarásin ekki komin á hreint en orðrómurinn segir að sherparnir sem fóru upp hafi tekið langan tíma á fjallinu. Verið 2 nætur í 7.700 metrum að bíða eftir betri aðstæðum sem reynir mikið á líkamann. Þeir eiga síðan að hafa náð toppnum 15. maí en aðstæður hafi verið erfiðar og þeir hafi verið mjög lengi á ferðinni. Á niðurleiðinni lést einn sherpinn í eða við efstu búðir í 8.300 metrum en hópurinn er enn ekki kominn niður af fjallinu þannig að nákvæmar fréttir eru ekki til staðar en þessar fregnir eru vissulega sorglegar. Sherparnir eru gjarnan barnmargir og konurnar heimavinnandi. Skyldutryggingarnar þeirra eru 4000 evrur sem jafnvel í Kathmandu duga ekki lengi fyrir framfærslu á fjölskyldu. Þrátt fyrir þennan harmleik streyma fjallgöngumenn upp fjallið. Einkum virðist kínverjunum annt um að toppa snemma. Í dag lögðu 13 manns af stað úr efstu búðum og á morgun mun enn stærri hópur reyna við tindinn.

Everest from the summit of Cho Oyu

Mynd: Leifur

Ég ætla að sitja rólegur og fylgjast með veðurspánni. Ég sé alveg fyrir mér á næstunni að breyta um mataræði, snarminnka neyslu á jakuxakjöti og drykkju á mjólkurtei en það mun ekki hafa áhrif á val á toppadeginum.

Kv. Leifur

Posted in Uncategorized |
« Bjartur og fallegur dagur á Everest
Stefnan er sett á toppinn rétt fyrir sólarupprás þann 23. maí. »

Leave a comment Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Pages

  • Fjölmiðlar
  • Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
  • Leiðangur 2013
  • Um Everest
  • Um Leif Örn

Archives

  • October 2013
  • May 2013
  • April 2013
  • March 2013

Categories

  • Uncategorized (40)

WordPress

  • Log in
  • WordPress

Subscribe

  • Entries (RSS)
  • Comments (RSS)

Pages

  • Fjölmiðlar
  • Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
  • Leiðangur 2013
  • Um Everest
  • Um Leif Örn

Archives

  • October 2013
  • May 2013
  • April 2013
  • March 2013

Categories

  • Uncategorized (40)

WordPress

  • Log in
  • WordPress

CyberChimps WordPress Themes

© Leifur á Everest 2013