Leifur svaf mjög vel síðustu nótt og í rauninni var þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem hann sefur bæði fast og lengi. Ástæðan er sú að hann hann var með súrefni yfir nóttina og fannst það ótrúlegt hversu miklu það munar að fá smá auka súrefni. Gangan hjá Leif og Sherpanum gekk vel í gær þrátt fyrir að sherpinn hafi átt í smá vandræðum með súrefnisgrímuna sína, en hún var óþétt og það blés á milli. Við vonum bara að það verði ekki vandamál í næsta áfanga!
Mynd: Notuð með leifi Alan Arnette
Svæðið eftir 8.000 metrana er kallað dauðabeltið og voru þeir minntir óþægilega á það á göngunni, en þá gengu þeir fram á lík sherpans Namgyal sem lést í síðustu viku. Líkið er í snjónum rétt við stíginn, en í þessari hæð er ekkert hægt að gera og litlar líkur eru á því að það verði flutt. Síðustu nótt voru aðstæður á toppnum mjög erfiðar, skafrenningur og snjókoma. Leifur mætti Svíanum Gary sem var á niðurleið eftir
að hafa reynt að toppa en snéri við eftir langa og erfiða nótt. Þegar Sigrún talaði við Leif í dag voru fleiri að koma niður af fjallinu en hann vissi ekki hvernig þeim hafði gengið. Hann hafði þó heyrt það að flestir sem hefðu reynt þá nóttina hefðu snúið við. Þó náði Svisslendingurinn Urs ásamt sherpanum Lakpha að toppa.
Leifur leggur af stað um miðnætti að kínverskum tíma, sem ætti að vera um kl. 16:00 að íslenskum tíma. Nú ætla þeir að borða vel og leggja sig aðeins. Gangan á toppinn getur tekið 8 – 10 tíma en Leifur segist ætla að gefa sér hámark 12 tíma í gönguna á toppinn. En hann gefur sér ekki lengri tíma en það svo að hann hafi næga orku, tíma og súrefni til að komast niður aftur. Eftir toppinn lækka þeir sig amaka niður í 7.700 metra en helst alla leið niður í 6.400 metra, en það kemur í ljós síðar. Leifur leggur áherslu á að þó svo að allt hafi gengið vel hingað til og hann sé í góðu formi að þá sé ekkert í hendi.
Baráttukveðjur og gangi þér vel á síðustu metrunum upp og niður!
Gangi þér vel Leifur, stolt af þér!
Gangi þér vel Leifur og ég óska þér góðrar ferðar.
Við starfsfólk Vodafone erum ákaflega stollt af þér.
Ómar Svavarsson
Gangi þér vel elsku Leifur. Hlakka til að sjá þig og heyra ferðasöguna:-)
Baráttukveðjur !! gangi ykkur allt i haginn
Gangi þér vel síðasta spölinn… hipp hipp húrra…
Innilega til hamingju með glæsilegan TOPP árangur!
Leifur.
Til hamingju með árangurinn.
Skál meistari Leifur!
Til hamingju Leifur með toppinn!