Toppaðu með Leifi og Vilborgu
Dagsetning: miðvikudaginn 23. október.
Tími: kl. 20:00-22:00.
Staðsetning: Háskólabíó, stóri salur.
Verð: Frítt inn á meðan húsrúm leyfir
66°Norður stendur fyrir opnum fyrirlestri fyrir alla þá sem vilja upplifa kvöldstund með okkar fremsta afreksfólki í útivist.
Leifur Örn Svavarsson sýnir myndir og segir frá mögnuðum leiðangri sínum upp norðurhlíð Everest en eins og flestir vita að þá er Leifur fyrsti Íslendingurinn til þess að fara þessa leið á fjallið. Við höfum einungis sýnt brota brot af þeim myndum sem Leifur tók á ferðalagi sínu og vísvitandi slepptum við frásögninni frá toppadeginum sjálfum en Leifur kemur til með að lýsa þessu öllu fyrir okkur á sinn einstaka hátt á miðvikudaginn.
Vilborg pólfari ræðir einnig um markmið, undirbúning og hvernig hugmyndir verða að veruleika. En saman bjóða þau uppá framandi fjöll víðs vegar um heiminn í samvinnu við Íslenska Fjallaleiðsögumenn.
Tilvalinn innblástur og fræðsla fyrir alla með áhuga á útivist og hreyfingu.
Fyrirlesturinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir – frítt inn.
Húsið opnar klukkan 19:00.
Hlökkum til að sjá ykkur!