• Fjölmiðlar
  • Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
  • Leiðangur 2013
  • Um Everest
  • Um Leif Örn
Leifur á Everest 2013

Velkominn heim Leifur

Posted on May 31, 2013 by admin

Þá er Leifur kominn heim eftir vel heppnaðann leiðangur upp Norðurhlíð Everest.
Í tilefni af heimkomu Leifs var haldin formleg móttaka í húsakynnum Íslenskra Fjallaleiðsögumanna að Stórhöfða 33 kl. 18:00 í kvöld. Sigrún og stelpurnar þeirra þrjár tóku á móti Leifi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar (Leifsstöð) og keyrðu hann beint í vinnuna ef svo má að orði komast. Þar var tekið á móti þeim með kampavíni, köldum bjór og risastórum Everest borgara frá Hamborgarabúllunni.

Everest borgari frá Hamborgarabúllunni
Mynd: Leifur með Everest borgarann frá Hamborgarabúllunni (bestu borgarar í bænum)

Verið er að vinna úr lýsingum frá Leifi þar sem hann fer vel yfir toppadaginn. Við reiknum með því að lýsingarnar birtist í tveimur færslum yfir helgina. Einnig erum við með helling af myndum sem verða birtar að hluta til með næstu greinum en svo er ætlunin að halda myndasýningu í nánustu framtíð þar sem Leifur mun fara yfir leiðangurinn í máli og myndum. Myndasýningin verður auglýst nánar síðar.

IMG_1738
Mynd: Leifur á toppnum á Everest

Þó svo það hafi gengið ágætlega að flýta flugum og koma því í kring að Leifur kæmist fyrr heim þá gat nú ekki verið að allt gengið eins og í sögu því farangurinn hans Leifs varð allur eftir í Kathmandu. Farangurinn ætti þó að vera langt á veg kominn og er væntanlegur heim á næstu dögum. Leifur mun þó ekki sitja aðgerðalaus næstu daga því að á morgun á Sigrún konan hans afmæli ásamt því að Hrefna dóttir þeirra er að útskrifast úr MH og því munu veisluhöldin halda áfram á þeim bænum.

Fjölskyldan (1)
Mynd: Sigrún, Leifur og stelpurnar

4 Everest farar (3)
Mynd: Fjórir Everest farar saman komnir í kvöld, frá vinstri til hægri:
Einar K. Stefánsson, Hallgrímur Magnússon, Leifur Örn Svavarsson, Björn Ólafsson. Á myndina vantar bara  Harald Örn Ólafsson og Ingólf Geir Gissurason til að allir Everest farar Íslands væru samankomnir í kvöld.

Posted in Uncategorized | 1 Comment
« Náði á toppinn rétt fyrir sólarupprás þann 23. maí
Toppaðu með Leifi og Vilborgu – Opinn fyrirlestur í Háskólabíó »

One thought on “Velkominn heim Leifur”

  1. Hlynur Jón Michelsen says:
    June 1, 2013 at 01:23

    Ótrúlega flottur hópur!

    Reply

Leave a comment Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Pages

  • Fjölmiðlar
  • Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
  • Leiðangur 2013
  • Um Everest
  • Um Leif Örn

Archives

  • October 2013
  • May 2013
  • April 2013
  • March 2013

Categories

  • Uncategorized (40)

WordPress

  • Log in
  • WordPress

Subscribe

  • Entries (RSS)
  • Comments (RSS)

Pages

  • Fjölmiðlar
  • Framandi fjöll með Leifi og Vilborgu
  • Leiðangur 2013
  • Um Everest
  • Um Leif Örn

Archives

  • October 2013
  • May 2013
  • April 2013
  • March 2013

Categories

  • Uncategorized (40)

WordPress

  • Log in
  • WordPress

CyberChimps WordPress Themes

© Leifur á Everest 2013